SKILMÁLAR

Almennt:

1.     Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir alla fjarskiptaþjónustu sem Hringdu ehf veitir nema ef sérákvæði í sérstökum skilmálum eða samningum mæli á annan veg. Sá sem óskar eftir fjarskiptaþjónustu Hringdu (áskrifandi) skuldbindur sig við undirritun um fjarskiptaþjónustu til að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem Hringdu setur um notkun þjónustunnar. Hringdu áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum og þjónustum. Breytingar eru kynntar á vefsíðunni hringdu.is með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en þær taka gildi.

2.     Símasambandi er venjulega ekki komið á við nokkra húseign, nema húseigandi leyfi endurgjaldslaust að koma fyrir strengjum og öðrum símabúnaði í húsi og á lóð og ber þeim sem óskar eftir þjónustunni, að sjá um að slíkt leyfi húseiganda fáist.

3.     Við undirritun símaþjónustu fær áskrifandi úthlutað símanúmeri nema ef um númeraflutning sé að ræða og þá heldur áskrifandi áður úthlutuðu númeri. Til þess getur komið að Hringdu þurfi nauðsynlega að breyta símanúmeri áskrifanda en mun þá leitast við að sem minnst óþægindi verði vegna þess. Áskrifandi þarf að óska sérstaklega eftir númeraleynd, læsingum og annarri aukaþjónustu sem í boði er.

4.     Venjulegur afgreiðslutími á þjónustubeiðnum, þ.m.t. beiðnum um nýjar tengingar við fastlínukerfi, rétthafabreytingar, viðtökur númera og aðra þjónustuþætti, svo sem beiðnum um viðgerðir, er ekki lengri en 14 dagar frá því að beiðni kom fram, nema óviðráðanleg atvik hamli framkvæmd.

5.     Ef áskrifandi vill framselja þjónustusamning sinn við Hringdu til þriðja aðila þarf að sækja um það skriflega. Ef ekkert er því til fyrirstöðu mun Hringdu samþykkja framsalið, en áður verður áskrifandi að greiða öll gjöld vegna notkunar á þjónustu til þess dags sem framsalið var samþykkt. Hringdu getur framselt réttindi og skyldur sínar, samkvæmt þjónustusamningi við áskrifanda, til þriðja aðila sem getur veitt sams konar fjarskiptaþjónustu.

6.     Hringdu ber ekki ábyrgð á því, þótt fjarskiptasamband rofni um stund. Hringdu mun þó ávallt leitast við að koma á fjarskiptasambandi að nýju og viðhalda gæðum þjónustunnar. Verði verulegur óþarfa dráttur af hálfu Hringdu á viðgerð getur áskrifandi krafist endurgreiðslu á mánaðargjaldi í hlutfalli við þann tíma sem samband er rofið. Hringdu ábyrgist ekki tjón sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna verða á rekstri fjarskiptanetsins, hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í stöðvum eða annarra ástæðna.

7.     Áskrifendum fjarskiptaþjónustu er skylt að fara vel með allan búnað í eigu Hringdu sem þeir hafa til afnota, og eru þeir bótaskyldir á öllu því, sem aflaga fer og stafar ekki af eðilegu sliti, svo og öllu því, er glatast úr þeirra vörslu í þessum efnum.

8.     Ef í ljós kemur að notkun áskrifanda hefur verulega slæm áhrif á afgreiðslu fjarskiptaneta eða felur í sér misnotkun á búnaði og/eða þjónustu Hringdu getur félagið neyðst til að synja áskrifanda um eða takmarka fjarskiptaþjónustu um stundarsakir eða til frambúðar. Hið sama á við ef áskrifandi veldur, af ásettu ráði eða með vítaverðu gáleysi, skemmdum á fjarskiptaneti og/eða búnaði Hringdu. Hið sama á ennfremur við ef veittar eru rangar upplýsingar sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á gerð og gildi þjónustusamnings milli áskrifanda og Hringdu. Ef áskrifandi á sök á synjun á fjarskiptaþjónustu um stundarsakir verður hann að greiða áfram mánaðargjald til Hringdu. Skylda þessi fellur niður ef annar hvor aðili segir þjónustusamningum upp.

9.    Áskrifanda í ótakmarkaðri þjónustuleið er óheimilt að nota hana í atvinnurekstri. Ef Áskrifandi brýtur á framangreindu ákvæði áskilur Hringdu sér rétt:
- Til riftunar á þjónustusamningi
- Láta viðkomandi greiða almenn verð skv. verðskrá fyrir þá þjónustu sem notuð var í atvinnuskyni.

10.  Roam Like Home felur í sér að áskrifandi í ótakmarkaðri þjónustuleið á farsíma getur notað farsímann eins og á Íslandi í Skandinavíu, þ.e. Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, án auka gjalds í 14 daga í senn á 30 daga tímabili. Skilyrði fyrir því að 14 dagarnir endurnýjast er að farsíminn skráist inn á dreifikerfi á Íslandi eftir hvert tímabil. Framangreind þjónustuleið er aðeins í boði fyrir áskrifendur sem eru með fasta búsetu á Íslandi.

11.  Hringdu áskilur sér rétt til að vinna úr gögnum um fjarskiptanotkun áskrifanda í því skyni að bjóða honum nýjar áskriftarleiðir, þjónustu eða önnur tilboð til hagsbóta fyrir hann.

12.  Hringdu áskilur sér rétt til þess að hafa samband við viðskiptavini sína í viðskiptalegum tilgangi, óháð skráningu þeirra í símaskrá. Viðskiptavinum er ávallt heimilt að afþakka slík samskipti af hálfu Hringdu.

13.  Uppsögn á þjónustu skal berast skriflega eða senda á tölvupóstfangið uppsogn@hringdu.is fyrir 28. dag hvers mánaðar og tekur uppsögn ávallt gildi við fyrsta dag næsta mánaðar. Uppsögn vegna endabúnaðar á leigu tekur einnig gildi við fyrsta dag næsta mánaðar en er háð því skilyrði að endabúnaði ásamt fylgihlutum hans hafi verið skilað. Endabúnaður frá Hringdu sem er keyptur til eignar fæst ekki endurgreiddur 14 dögum eftir kaup. Ef endabúnaði er skilað innan við 14 dögum eftir viðskipti skal skal honum fylgja allir þeir aukahlutir sem fylgdu honum sem og kassinn utan um endabúnaðinn. 

14.  Notandi ber ábyrgð á búnaði sem er í eigu Hringdu, meðan hann hefur búnaðinn undir höndum. Notanda er skylt að fara vel og gætilega með slíkan búnað er hann hefur til afnota og er bótaskyldur vegna skemmda og viðgerða á búnaði sem ekki stafa af eðlilegu sliti, svo og ef búnaður glatast úr hans vörslu. Ábyrgð viðskiptavinar á búnaði lýkur er hann skilar honum á ný til Hringdu. Nú skilar notandi endabúnaði til Hringdu í ónothæfu ástandi eða í þannig ástandi að mati Hringdu að ekki er unnt að lána hann á ný til annarra notenda sökum illrar meðferðar og skal þá notandi greiða Hringdu upphæð sem er samkvæmt sjálfsábyrgð þeirri sem tilgreind er á vefsíðu Hringdu.

15.  Hringdu áskilur sér rétt til að taka upp öll þjónustusímtöl til að geta sannreynt efni þeirra. Hringdu áskilur sér jafnframt rétt til þess að nýta upplýsingarnar ef upp kemur ágreiningur milli aðila eða í öðrum þeim tilvikum sem Hringdu telur nauðsynlegt. Öll hljóðritun símtala er í samræmi við ákvæði laga og reglna. Skoðun og afhending upptaka er aðeins heimil ákveðnum starfsmönnum Hringdu og yfirvaldi, s.s. lögreglu og eftirlitsstofnunum.

16.  Þegar lögð er inn pöntun á fjarskiptaþjónustu er aðilum skylt að greina rétt frá upplýsingum sem þörf er á hverju sinni. Sama á við þegar aðili sendir pöntun inn rafrænt eða samþykkir tilboð sem hann hefur fengið sent frá Hringdu. Beiðni um fjarskiptaþjónustu eða samþykki við tilboði er bindandi fyrir báða aðila skv. almennum reglum samningalaga.

 

Greiðsluskilmálar:

 

1.     Gjald fyrir fjarskiptaþjónustu er skv. gjaldskrám sem Hringdu gefur út á hverjum tíma og eru aðgengilegar á öllum sölustöðum Hringdu og á vefsíðunni hringdu.is.

2.     2.     Áskrifandi skal greiða heimabanka úrvinnslugjald fyrir útgáfu kröfu í heimbanka og seðilgjald ef óskað er eftir greiðsluseðli, skv. gjaldskrá Hringdu. Áskrifandi greiðir hvorugt gjald ef krafa er skuldfærð af kreditkorti.

3.     Áskrifandi ber fulla ábyrgð á greiðslum til Hringdu vegna notkunar sem á sér stað á þjónustu eða búnaði, óháð því hvort áskrifandi hafi heimilað notkunina eða ekki. Ef áskrifandi glatar fjarskiptabúnaði ber honum að tilkynna Hringdu um það tafarlaust. Áskrifandi er ábyrgur fyrir allri notkun búnaðarins og þjónustu honum tengdum, þar til slík tilkynning hefur borist Hringdu.

4.     Reikningstímabil fyrir notkun er frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Reikningar eru sendir út með hæfilegum fyrirvara fyrir lok hvers mánaðar og eindagi þeirra er annar dagur næsta mánaðar. Gjalddagi reikninga er útgáfudagur reikninga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir áskrifandi dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 ásamt tilheyrandi innheimtugjaldi. Að gjald fyrir útskrift reikninga vísast til gjaldskrár Hringdu.

5.     Heimilt er að loka fyrir talsímaþjónustu áskrifanda þegar liðnir eru 30 dagar frá eindaga skuldar án þess að hún hafi verið greidd, þó að undangenginni skriflegri aðvörun a.m.k. mánuði fyrir lokun. Fyrsta mánuð eftir lokun talsímaþjónustu skal vera opið fyrir innhringingu í áskrifanda. Jafnframt skal áskrifandi geta hringt í neyðarnúmerið 112.

6.     Ef greiðsla fyrir fjarskiptaþjónustu hefur ekki borist innan sex mánaða frá gjalddaga áskilur Hringdu sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavina.

7.     Ef áskrifandi hefur athugasemdir við reikninga verður hann að láta vita um þær án tafar og eigi síðar en á eindaga. Að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur.

8.     Allar breytingar á gjaldskrám sem fela í sér umtalsverðar hækkanir umfram verðlagsþróun mun Hringdu tilkynna áskrifendum með minnst eins mánaðar fyrirvara og getur áskrifandi þá sagt þjónustusamningnum upp með 30 daga fyrirvara. 

 

Uppsögn

Báðir aðilar geta sagt upp þjónustusamningi með minnst eins mánaðar fyrirvara, nema þar sem sérákvæði gilda, og skal uppsögnin vera skrifleg og á þar til gerðu formi sem hægt að fá hjá Hringdu. Uppsögn miðast við upphaf nýs reikningstímabils, þann 1. hvers mánaðar. Öll vinnsla með fjarskiptaupplýsingar áskrifanda lýkur við uppsögn samnings.

1.     Áskrifendur á einstaklingsmarkaði eiga rétt á því að segja þjónustusamningi fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á skilmálum.

2.     Stofnkostnaður sem getur myndast við upphaf einstaklingsþjónustu greiðist að jafnaði af Hringdu gegn því að viðskiptavinur haldi við þjónustusamning sinn í 6 mánuði. Hringdu áskilur sér þann rétt að krefja viðskiptavin um stofnkostnaðinn skv. verðskrá ef áskrifandi segir upp eða færir sig yfir í aðra tegund tengingar innan sex mánaða frá upphafi þjónustu.

3.     Við uppsögn á samningi ber áskrifanda að skila án tafar búnaði í eigu Hringdu. Hringdu getur þó heimilað áskrifanda að halda búnaði í ákveðin tíma gegn því að áskrifandi haldi áfram að borga leigu á búnaði. Ef áskrifandi getur ekki af einhverjum orsökum skilað búnaði er Hringdu heimilt að gjaldfæra áskrifanda um upphæð sem nemur verðmæti búnaðarins á þeim tíma sem hann var afhentur áskrifanda.

4.     Hringdu er heimilt bjóða upp á samninga þar sem áskrifandi skuldbindur sig í allt að sex mánuði. Ef áskrifandi segir upp slíkum samningi á samningstíma áskilur Hringdu sér rétt til að krefja áskrifanda um þau mánaðargjöld sem ógreidd eru af samningstímanum auk riftunargjalds sbr. 14. gr. almennra skilmála.


Skilmálar internet þjónustu:

1.     Eftirfarandi skilmálar tóku gildi 1. Febrúar 2015 og gilda um Internet-þjónustu Hringdu og er bæði áskrifendum að þjónustunni og öðrum notendum hennar skylt að hlíta þessum skilmálum. Að öðru leyti gilda skilmálar Hringdu um fjarskiptaþjónustu.

2.     Hringdu áskilur sér rétt til að færa þjónustu áskrifanda yfir á eigið kerfi af kerfi annara rekstraraðila.

3.     Hringdu lætur áskrifanda í té aðgang að Internet þjónustu sinni. Notanda er með öllu óheimilt að afhenda lykilorð sitt öðrum aðilum. Áskrifandi sem skráður er fyrir þjónustunni ber fulla ábyrgð á allri notkun henni tengdri. Áskrifendum Hringdu er með öllu óheimilt að nota aðgang sinn til að komast yfir upplýsingar um aðra notendur á nettengingu Hringdu, aðrar en þær sem veittar eru í opnum gagnagrunnum á Internetinu.

4.     Uppsetning á hugbúnaði er ávallt á ábyrgð áskrifanda og ber Hringdu því ekki ábyrgð á tjóni sem notkun eða uppsetning kann að valda.

5.     Hringdu ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að skapast vegna notkunar á tengingu við Internetið eða sambandsleysis við það. Hringdu ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili kann að valda.

6.     Áskrifanda er óheimilt að trufla, skerða eða á nokkurn hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina. Áskrifendur skulu virða almennar umgengnisreglur sem settar eru á Internetinu.

7.     Fari viðskiptavinur yfir keypt niðurhal áskilur Hringdu sér rétt til að bæta við aukaniðurhali umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans. Gjald vegna aukaniðurhals er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni. Ef niðurhal klárast og viðskiptavinur hefur fyrirfram óskað eftir því að aukaniðurhali verði ekki bætt við, áskilur Hringdu sér rétt til að hægja á nettengingunni. Ef upphal viðskiptavinar verður meira en innifalið niðurhal í áskriftarleið hans áskilur Hringdu sér rétt til að hægja á upphalinu út gildandi áskriftartímabil.

8.     Hringdu tryggir ekki að tengihraði notanda sé sá sami og áskrift hans segir til um. Hraði tengingar er ávallt háður gæðum línu þeirrar er liggur til notanda, fjarlægð notanda frá símstöð, álags á línu og öðrum þáttum.

9.     Ef áskrifandi segir upp samningi á samningstíma áskilur Hringdu sér rétt til að krefja áskrifanda um riftunargjald sem samsvarar þremur mánaðargjöldum.

10.  Brot á ofangreindum skilmálum getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.


Geymsla og vinnsla persónugagna:

Hringdu lítur svo á að hlutverk sitt sé að veita þér bestu mögulegu síma- og netþjónustu. Það sem þú gerir við þessa þjónustu er þitt einkamál og kemur engum öðrum við. Hringdu gengur eins langt og mögulegt er, bæði tæknilega og lagalega, til að vernda friðhelgi einkalífs viðskiptavina sinna.

Hringdu geymir fjarskiptaumferðargögn, þ.m.t. gögn til reikningagerðar um símtöl, SMS/MMS og gagnaflutning sem fer um fjarskiptanet Hringdu, í sex mánuði samkvæmt lagaskyldu í 42.gr. fjarskiptalaga 81/2003, eftir þann tíma er gögnum eytt, eða þau gerð ópersónugreinanleg.

Hringdu vinnur úr gögnum viðskiptavina sinna á grundvelli samþykkis þeirra, sbr. 9. gr. skilmála Hringdu og 42. gr. fjarskiptalaga 81/2003.

Hringdu veitir þriðju aðilum engar upplýsingar um viðskiptavini sína án úrskurðar dómstóla. Hringdu gerir auk þess margvíslegar öryggisráðstafanir til að tryggja að ekki sé hægt að nálgast upplýsingar um viðskiptavini eða notkun þeirra með ólöglegum hætti.

Hringdu geymir engar upplýsingar um innihald tölvupóstsendinga. Upplysingar um póstsendinguna, svo sem IP tölur, póstföng sendenda og móttakenda, og tímasetningar eru alla jafna geymd í 2-3 mánuði og aldrei lengur en 6 mánuði.

Með vinnslu er verið að vísa til aðgerðar eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar, hvort heldur sem vinnslan er handvirk eða rafræn. Þannig er t.d. átt við söfnun og skráningu og undir það fellur m.a. flokkun, varðveisla, breyting, leit og miðlun.

Almenn vinnsla snýr að því að vinna úr gögnum um fjarskiptanotkun áskrifanda í því skyni að innheimta þóknun fyrir veitta þjónustu, láta vita af miklum frávikum í notkun, bjóða honum nýjar áskriftarleiðir, þjónustu eða önnur tilboð til hagsbóta fyrir hann. Úrvinnsla gagna fer fram á meðan viðskiptavinur er í viðskiptum við Hringdu. Samþykki fyrir úrvinnslu gagna er snýr að vinnslu í markaðslegum tilgangi getur viðskiptavinur afturkallað hvenær sem er á samningstimanum.

Almenn vinnsla snýr líka að því að uppfylla skýrsluþörf lögaðila, hvort sem það eru almenn yfirlit yfir reikninga eða nánari sundurliðun á fjarskiptaumferð í samræmi við lög um persónuvernd nr. 77/2000 og geymslutíma gagna í samræmi við fjarskiptalög nr. 81/2003.

Viðskiptavinir geta óskað eftir að fá afhent gögn um notkun sína. Gögnin sýna símanúmer sem hringt er úr og í, hvenær símtal hefst og hvenær því lýkur. Gögnin eru aðeins afhent rétthafa á skrifstofu Hringdu í Ármúla 23 gegn framvísun persónuskilríkja.

 

Önnur ákvæði:

1.     Rísi upp ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum getur áskrifandi sent Hringdu kvörtun og eftir atvikum leitað til Póst og fjarskiptastofnunar.

2.     Áskrifandi er ábyrgur fyrir því að skilmálum þessum og lögum almennt sé fylgt. Um fjarskiptaþjónustu gilda lög um fjarskipti nr. 81/2003 ásamt síðari breytingum. Brot á skilmálum og reglum getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.

3.     Áskrifandi veitir Hringdu með undirskrift eða staðfestingu á samningi um fjarskiptaþjónustu umboð til að segja upp fjarskiptaþjónustu hjá öðrum þjónustuveitum.

Netspjall

Netspjallið er þægileg leið til að hafa samband við okkur.

LOKAÐ NÚNA

Netspjallið er opið:
Virka daga: 10:00 - 18:00

537 7000

Virka daga: 09:00 - 20:00
Laugardaga: 10:00 - 16:00
Sunnudaga: 12:00 - 16:00

Kíkja í heimsókn?

Verslun Hringdu, Ármúla 27. Verslunin er opin:
Virka daga: 09:00 - 18:00
Laugardaga: 10:00 - 16:00

Verslun Eldhaf, Glerártorgi. Verslunin er opin:
Virka daga: 10:00 - 18:30
Laugardaga: 10:00 - 17:00
Sunnudaga: 13:00 - 17:00

Fyrirtækjaþjónusta

Símanúmer: 537 7070
Netfang: firma@hringdu.is

Hafa samband

Við viljum gjarnan aðstoða þig! Skildu eftir nafn og símanúmer og við höfum samband sem fyrst.